Vantar ekki bara meira samræmi í dómara, einnig knattspyrnusambönd

 Eins og þið sjáið eflaust á síðunni, þá er ég United maður...enda heitir England, United Kingdom;) 
en það sem mig langaði að tala um er það að það þarf meira samræmi hér og þar í fótboltaheiminum. Sir Alex er mjög oft að kvarta og væla...alveg sammála því...en því miður er ég lang oftast sammála honum. Ég er ekki blindur á mitt lið...mér finnst Gerrard góður...ekki ljótur feitur Shrek...og Drogba er óþolandi...en súper góður. Það er ekki vegna þess ég held með United sem ég segi það sem kemur hér fyrir framan. Sir Alex kvartaði útaf Martin Atkinson, og var harðorður í hans garð. Og alveg ótrúlega skiljanlega. Eins og allir vita...líka Arsenal og Chelsea aðdáendur..þá átti David Luiz að vera löngu fokinn útaf í þeim leik. Carlo Ancellotti sagði hann heppinn og skildi pirring Ferguson. Man utd hefðu ekki ólíklega nýtt sér liðsmunin eftir að þeirra besti maður færi útaf með rautt...en neibb.... svo fá Chelsea gefins víti...fyrir ekki neitt.  Ferguson er ekki óvanur að lenda illa í leikjum þar sem þessi dómara vitleysingur er við völd. 2008 minnir mig, þá datt Man Utd út úr bikarnum eftir að hafa tapað 1-0 gegn Portsmouth. Í þeim leik var Man Utd sterkari aðilinn og áttu að fá mjööööög augljóst víti...en Martin dæmdi ekki. Hefði hann dæmt eins og rétt var og augljóst ...þá eru miklar líkur að United hefðu orðið bikarmeistarar. Chelsea vann síðan í fyrra deildina með EINU stigi...og í fyrri leik liðana Man Utd og Chelsea...þá unnu Chelsea með mjööög ólöglegu marki. Chelsea var nýbúið að brjóta augljóslega á Man Utd manni fyrir utan Chelsea teiginn, en ekkert dæmt. Svo fóru Chelsea í hraðaupphlaup og Man utd maðurinn sem brotið var á lá enn óvígur eftir.....Chelsea fengu síðan gefins aukaspyrnu fyrir bókstaflega ekkert..er ekki að horfa á þetta með Man UTd augum...bara venjulegum...spyrnan tekinn og John Terry skorar eina mark leiksins....og hann braut VEL af sér í markinu...og ekkert dæmt.
Síðan má til "gamans" geta að Chelsea vann deildina með EINU stigi eins og fyrr kom fram. Þannig hefði þessi mjög svo mikli Chelsea maður ekki verið að dæma...eða dæmt með hæfni kindar, þá hefði vel getað farið svo að United hefðu unnið deildina. Þetta veit auðvitað Ferguson...og er ekki óvanur að þessi dómari dæmir mjög svo gegn þeim...þá er ekkert skrítið að skjóta á það. Og fyrir þá sem ekki vita...þá hefur Martin Atkinson dæmt 17 leiki á Stamford Bridge gegnum árin...og Chelsea hefur unnið 16 og gert 1 jafntefli....þeir eru ótrúlega sterkt lið....en ekki svona sterkt lið.

Ég talaði um samræmi hér fyrir ofan...Alex virtist vera strax kominn í djúpan skít eftir þetta comment um Atkinson...en nánast ekkert hefur verið talað um Arsene Wenger...þegar hann sagði að hann væri fullur viðbjóði vegna dóms hjá dómara Sunderland-Arsenal leiksins....þegar löglegt mark Arshavins var tekið af þeim..jújú...ekki jafn mikið sagt og hjá Ferguson...en ekki fallegri meining. En samt mjöööög skiljanleg viðbrög hjá þeim báðum.

Svo að lokum vill ég segja að ég veit að Man Utd hefur fengið margt með sér í gegnum tíðina. Og öll lið lenda í því að fá dæmt með eða móti sér. En þarna var ég mest megnis að deila með ykkur ástæðuna sem Ferguson hefur þetta álit á Martin Atkinson.

Og svo er ég alveg samála að Rooney átti að fá ELD RAUTT gegn Wigan...en það fór ekki svo og dómari í næsta leik á ekki að bæta það upp.

Pís Át;)


mbl.is Ferguson úrskurðaður í fimm leikja bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Sveinsson
Pétur Sveinsson
30 ára gamall Akureyringur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband