ALGJÖRT KJAFTÆÐI!!!!

Þetta er en svo mikið ótrúlegt bull að það hálfa væri meira en nóg. En engu að síður hefur maður lesið þetta áður. Jú ...vissulega er ég United maður eins og sést vel hér á síðunni minni, en ég er einnig harður Barcelona maður, þar sem pabbi kom því að hjá mér í barnæsku. Þannig ég er ekki að horfa á þetta sem maður sem er of blindur á sitt uppáhaldslið og ekkert annað er best, nema það sem mér líkar best við.

Barcelona og Real Madrid eru tvö bestu lið heims. Held á langflestir séu á þeirri skoðun. Ef við tökum 2 efstu sæti spánar og englands og etjum þeim liðum saman...þá er spænska deildin sterkari. Barca eru sterkari en City og Madrid sterkara en United...og að sjálfsögðu er Barca og Madrid sterkari en öll hin liðin í ensku deildinni líka.....

EN..ef við myndum nú láta liðin í hinum 18 sætunum í ensku og spænsku deildinni keppa við hvort annað...þá myndi enska deildin RÚSTA ÞESSU.

Myndi Valencia rúlla yfir Tottenham? Myndi Levante taka Chelsea???  Osasuna vinna Arsenal??? Malaga vinna Liverpool??? (Örugglega;) ....spaug....NEI...afskaplega er ólíklegt að þessi spænsku lið eigi break í ensku liðin. Það gæti komið einn og einn leikur inná milli...en þeir væru few and far between.

Við vitum að Ronaldo stóð sig frábærlega í ensku deildinni...og átti það til að ná þrennu einu sinni og einu sinni. En núna nær hann þrennu næstum í hverjum leik. Jújú...vissulega er Madrid stórkostlegt lið....en þetta gæti hann Ronaldo ekki með Madrid í ensku deildinni.

Madrid og Barca vinna leiki sína mjög oft  með 1-6 mörkum, sem sýnir mikið hve góðir þeir eru...en líka hversu slöpp flest önnur lið í spænsku deildinni eru.

Stærstu lið englands tapa á móti Blackburn, neðsta liðinu..sem dæmi...á meðan Barca og Madrid skora svipað mikið og NBA lið gegn neðstu liðum á spáni.

Þetta er ótrúlega mikið bull, og ég skil ekki hvernig sé hægt að fá þetta út. Messi, besti maður í heimi, hefur yfirleitt ekkert getað gegn t.d. United...fyrir utan 2 mörk sem hann hefur skorað...en sást lítið meir. Chelsea féll MJÖÖÖÖÖG ósanngjarnt út gegn Barcelona 2009...voru betri og var svindlað á þeim. Liverpool vann Madrid 4-0 fyrir um 3 árum minnir mig, og þeir voru í 4. eða 5. sæti í ensku deildinni.

Svo held ég að Barcelona og Madrid myndu ekkert endilega lenda í fyrstu tveimur sætum ensku deildarinnar ef þeir myndu spila þar. Ég held að með MIKLU erfiðari og harðari leikjum, engu vetrarfríi og með MIKLU FLEIRI STERK LIÐ...að þau myndu ekki halda þetta eins vel út eins og sterkustu lið englands. Hvernig væri Barca að standa sig ef 7 byrjunarliðsmenn væru frá eins og hjá United t.d....eða 11 leikmenn í það heila??? Allavega ekki vel;)

Svo að lokum....ef þetta er satt...spænska deildin sterkari en sú enska....væri þá íslenska deildin sú sterkasta í heimi  ef FH og Breiðablik væru tvö sterkustu lið heims?????

Spurning;)
mbl.is Spænska deildin talin vera sterkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þetta er bara náttúrulega algjört grín að halda því fram að spænska deildin sé sterkari en enska úrvalsdeildin, ég stórlega efast um að menn eins og Ronaldo og Messi mundu skora nokkrar þrennur á heilu tímabili í ensku úrvalsdeildinni eins og þeir gera jafnan í spænsku deildinni...þeir mundu ALDREI geta það.

Svona mikil markaskorun hjá þessum mönnum sýnir bara hversu flest önnur lið í spænsku deildinni eru slöpp.

En Pétur þetta er allt saman rétt hjá þér og flott grein hjá þér.

Friðrik Friðriksson, 12.1.2012 kl. 17:39

2 Smámynd: Pétur Sveinsson

Takk fyrir það vinur:)

Pétur Sveinsson, 12.1.2012 kl. 18:19

3 identicon

Sammála þessari grein. Spænska deildin er og hefur síðan ég fór að fylgjast með boltanum, verið 2ja liða deild, Real og Barca.

Keep the red flag flying high!

Herbert S Egilsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Sveinsson
Pétur Sveinsson
30 ára gamall Akureyringur.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband