12.4.2009 | 14:50
Af hverju ætti reyndari og betri stjóri sem........
Af hverju ætti reyndari og betri stjóri, sem hefur einnig 1 stigs forustu og leik til góða að vera taugaveiklaður???
Raffi Benn dálítið svalur með sig í ljósi aðstæðna finnst mér....hann er í mun verri málum, og síðan getur þetta varla annað en skánað hjá United og versnað hjá Liverpool.
Mín spá er svona:
1: Manchester United
2: Chelsea
3: Liverpool
4: Arsenal
Mín spá er svona:
1: Manchester United
2: Chelsea
3: Liverpool
4: Arsenal
Benítez: Ferguson taugaveiklaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Betri stjóri... hehehe það held ég ekki. Unnið meira jú enda fjörgamall... Benni er rétt að byrja sinn feril hjá Liverpool. Ferguson er útbrunninn sem þjálfari. Hann hefur unnið mest allt á sínum ferli vegna þess að hann hefur haft mun meira fjármagn úr að spila... síðust ár hefur þetta verið að jafnast og Ferguson kvartar og vælir við hvern tap og jafnteflisleik. Jú hann er taugaveiklaður og það sjá allir nema mjög þröngsýnir unitedmenn.
Frelsisson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:11
Alveg ótrúlegt að jafn færir menn á sínu sviði hvor um sig skuli hsgs sér eins og smábörn í sandkassa,þeirra skömm og sínir dálítinn vanþroska.
Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:16
einmitt....eða bjartsýnir Liverpool-menn....Hann Benitez hefur farið oftar í taugarnar á mínum Liverpool-félögum síðan hann kom, heldur en Ferguson í taugarnar á mér síðan 94....og af hverju ætli að það sé???? Heimskuleg kaup og heimskulegar inná skiptingar. Vissulega komst hann alla leið í meistaradeildinni, en hann vinnur ekki keppni þar sem stöðuleikinn skiptir meira máli heldur en dagsformið. Hver veit hvernig þetta fer....en United eru reyndar og sterkara lið en Liverpool og þar af leiðandi held ég að Man Utd verði meistarar og Chelsea í öðru..vegna þess að þeir eru sterkara og reyndara lið einnig.
Pétur Sveinsson, 12.4.2009 kl. 15:17
Frelsisson, þú talar um þröngsýna Utd menn eitt get ég sagt þér, að þú ert svo þröngsýnn púllari, að þröngsýnustu Utd menn komast ekki í hálfkvist við þig. Svo tali þið púllarar um að Ferguson hafi meiri peninga að spila úr, það er bara margsannað að peningar gera ekki allt í boltanum, heldur er það góður stjóri, sem enginn getur neitað að Ferguson sé, hann væri ekki búinn að vera hjá félaginu öll þessi ár, ef svo væri ekki. Ég sé ekki að Bensi verði hjá púllurum í 24 ár, miðað við öll stjóraskiptin sem eru búin að vera hjá þeim undan farinna ára.
Hjörtur Herbertsson, 12.4.2009 kl. 16:00
Ferge taugaveiklaður?
Ég hef nú fylgst svoldið með þessu ririldi þeirra félaga og ég fæ ekki betur séð að Ferge þurfi að nota bróður part sinna fréttamannafunda til að svara rölinu frá Benitez.
Það er Benitez sem er orðin ein taugahrúga því hann er dottin úr öllum bikarkepnum og ólíklegt að þeir ná Man Utd í deild. Til þess að það geti gerst þarf LFC að sína stöðuleika, og það vita allir að LFC hefur ekki mannskap í það.
Ragnar Martens, 12.4.2009 kl. 16:43
Ég skil bara ekki eitt, hvernig getur Ferguson verið útbrunninn stjóri, hann vann meistaradeild og deild í fyrra. Góðgerðarskjöldinn, Heimsmeistaratitil og deildarbikar í ár og er ekki dottinn út úr bikar eða meistaradeild og er í fyrsta sæti í úrvalsdeild. Örugglega með fyrstu stjórum sem eiga raunhæfan séns á fimmunni. Ef þetta kallast að vera útbrunninn, þá er ég eitthvað að misskilja orðið.
Valgeir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:36
Merkilegt með Liverpool menn. Þeir eru með fullyrðingar um að spanjólinn sé betri en Ferguson. Að peningar skipti öllu máli og sv.frv. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að peningar skipti alls ekki öllu máli. Horfið á Porto sem vann meistaradeildina óvænt með topp stjóra. Horfið á Chelsea. Þeir unnu deildina fyrst þegar þeir fengu þennan sama topp stjóra og þrátt fyrir óendanlega mikið fjármagn hafa þeir lítið gert síðan. Man Utd er langt í frá ríkasti klúbburinn í dag en samt heldur félagið áfram að vinna og vera í fremstu röð á öllum vígstöðvum. Liverpool getur aðeins einbeitt sér að einu verkefni. Þ.e annað hvort deild eða meistaradeild. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að ekki er breidd né næganlega gott stjórnunarteymi hjá klúbbnum til þess að verða eitt af stærstu klúbbum evrópu. Svo í guðann bænum verið ekki að metast um hvor er betri stjóri. Sá samanburðu er út í hött. Benites hefur ekki unnið sér inn rétt til þess að vera á sömu blaðsíðu eða í sama herbergi og Ferguson. Talið við okkur aftur þegar Liverpool er búin að vinna titilinn og búnir að verja hann. Þá fyrst hafið þið eitthvað til þess að monta ykkur af.
SGunn, 12.4.2009 kl. 17:42
Hahahahahahahaha....
Einar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:28
Alltaf sama röflið í þessum utd-stúlkum. Það er ekki fyrir snilli þjálfara þeirra sem þeir sitja í efsta sæti ensku deildarinnar núna. Það er fyrir grís og heppni á heimsmælikvarða í s.l. tveimur deildarleikjum þar sem þeir "stálu" sigri gegn betri liðum.
Páll Geir Bjarnason, 12.4.2009 kl. 19:27
Já Páll Staða Man Utd er bara heppni. :D
Hver er sinna gæfu smiður :)
Svo er leiðinlegt að lesa svona væl Páll. Hefur LFC ekki skorað á lokamín?
Ragnar Martens, 12.4.2009 kl. 19:54
Jú, munurinn sá að LIVERPOOL var betra liðið í þeim viðureignum. Utd. ofmetnasta knattspyrnulið Bretlandseyja.
Páll Geir Bjarnason, 12.4.2009 kl. 21:06
Ég tók líka saman öll leikmannakaup Manchester United og Liverpool síðan 2004 þegar Benites tók við Liverpool og niðurstaðan er sú að Manchester eru búnir að eyða 160,050,000 pundum en Liverpool 185,625,000.
Valgeir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:29
Páll Geir ?
Ég vona að þú sért að grínast.
Ef ekki taktu þá inn lyfin þín.
Virk STÓRVELDI sem eru að verja nánast alla titla sem í boði eru, geta ekki verðið ofmetin.
Eitthvað sem þið Poolarar skiljið ekki, enda lifið á FORNI frægð.
Ragnar Martens, 12.4.2009 kl. 22:04
get ekki annað en hlegið,, frelsisson, jú jú útbrunninn stjóri, er ennþá með í öllum keppnum og á séns á að ná fimmunni, hræðilegur árangur, einn sigursælasti þjálfari í heiminum og hjá sama liðinu allan tímann, hræðilegur árangur, hefur haft meira fjármagn en allir hinir búhú,, Chelsea. þarf ekki að segja meira, vælir og kvartar yfir hverjum tap og jafnteflisleik, vælir ekkert meira en benni brosmildi, and that is a fact. Páll, langar bara að benda þér á að það er Liverpool sem að hefur skorað flest mörk í uppbótartíma á þessu tímabili og síðasta minnir mig líka,, þannig að þú skalt ekkert vera að ræða um heppni á milli þessara tveggja liða,, þið þurfið bara að sætta ykkur við að Manchester United er besta liðið á Englandi allavega (og þótt víðar væri leitað) í dag og hefur verið undanfarin ár,, og mikið hlakkar mig til þegar við jöfnum og vonandi bætum(á næsta tímabili) þetta blessaða met ykkar yfir sigursælasta lið í efstu deild á Englandi. Það verður gaman að sjá hvað bitrir og tapsárir Liverpool menn og konur koma með þá,, Glory Man Utd!!
Friðrik Páll Ólafsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.