8.8.2011 | 11:50
Og muni olíufélögin lækka um krónu á líter kannski?
Ég man að ég var á leiðinni til Mallorca 2008 og sá á einni bensínstöð hér á Íslandi að bensínið var komið í 184 krónur....ég man ég var mjög reiður og hneykslaður að sjá þetta rugl verð, samt kostaði olíufatið eða tunnan það mesta í mannkynssögunni...147 dollara. EN NÚNA kostar olíutunnan 83 dollara og bensínlíterinn er á 245 krónur, eða eitthvað í kringum það....sem segir að við greiðum 60 krónum meir fyrir líterinn nú, en þegar olíuverð í heiminum var HELMINGI MEIRA
Ég vann á útvarpsstöð fyrir nokkrum árum og talaði við einhvern fulltrúa eða innkaupastjóra hjá N1 í beinni útsendingu. Ég spurði hann hvers vegna bensíniverðið lækkar ekki strax þegar hrun verður á heimsmarkaðsverði. Og hann hafði gott svar....hann sagði að þeir kaupa bensínið fyrir X pening...og þeir fá þennan X pening lánaðan hjá einhverjum bönkum eða sjóðum. Og svo þeir geti borgað það sem þeir fá lánað...þá verða þeir að selja bensínið á því verði sem þeir keyptu það á, semsagt klára byrgðirnar sem keyptar voru með því lítersverði sem reiknað var á þeim tíma, sem er auðvitað mjög skiljanlegt.
EN...þá spurði ég hann, hvers vegna er verðið á bensínstöðvum er þá hækkað STRAX þegar hækkun er á heimsmarkaðsverði? Af hverju eru birgðirnar sem þeir eiga, séu ekki kláraðar á því lægra verði sem þeir keyptu þær á? Og viti menn....engin svör....útúrsnúningar og reynt að loka á samtalið okkar.
Einnig spurði ég af hverju er alltaf hækkað um nokkrar krónur...eins og 2-5 krónur og oft meira þegar hækkun er á heimsverðinu....en lækkað um 1 krónu og nokkra aura oftast þegar lækkað er? Og enn og aftur þá var ekkert um svör eða útskýringar....var bara reynt að ljúka viðtalinu, á samt kurteisan hátt.
Þetta er meira ruglið...við vitum að olíufélögin eru svindlarar og ríkisstjórnin tekur 52% til sín....spurning hvað við þurfum að gera í þessu.
En eitt vitum við fyrir víst....að verð og skattar væru ekki að rjúka svona mikið uppúr öllu valdi ef fólkið sem setur þessi lög væru með laun eins og hinn almenni borgari.
Mikil verðlækkun á olíumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvernig reiknar þú út að ríkið taki 52% til sín?
Sigrún Óskars, 8.8.2011 kl. 14:13
Ég reikna það ekkert, er bara að vitna í sömu prósentu og margar fréttir sem ég hef lesið seinustu mánuði segja til um og tugir manns t.d. hér á mbl bloggi hafa hent fram.
Ekki er langt síðan að dæmið var sett upp einhvernveginn þannig að kostnaður olíunar og álagning olíufélagana voru að skipta á milli sín undir 50% af verði líters.
En eins og fyrr kom fram þá er ég að hafa þetta eftir fréttum og bloggum hér á mbl.is :)
Og auðvitað á maður ekki endilega að trúa öllu sem maður les, en þegar stanslaust er talað um það sama þá er eflaust einhver sannleikur á bakvið:)
Pétur Sveinsson, 8.8.2011 kl. 14:49
útreikningurinn er svona á hvern lítra:
3,80 kr kolefnisgjald, 38,50 kr sérstakt bensíngjald og 23,80 almennt bensíngjald. þetta eru fastar krónutölur og eru samtals 66,10 kr.
Ef líterinn kostar 237,80 kr þá er virðisaukaskatturinn 48,40 kr per lítra
Ríkið tekur til sín 114,50 kr og Olíufélagið fær 123,30 kr
Olíufélagið tekur meirihlutann
Sigrún Óskars, 8.8.2011 kl. 22:55
gleymdi einu - álagning olíufélaganna er alltaf að hækka - þess vegna held ég að hlutföllin séu orðin svona
Sigrún Óskars, 8.8.2011 kl. 22:56
Já svona lítur þetta út:) þá ætti maður að dreifa pirringnum adeins meir yfir á olíufélögin;)
Meira ruglið þetta kolefnisgjald....
Takk fyrir upplýsingarnar:)
Pétur Sveinsson, 9.8.2011 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.